Hasarmyndahetjan Steven Seagal er farin á tónleikaferð um Bretland með blúshljómsveit sinni Thunderbox. Seagal, sem hefur leikið í myndum á borð við Under Siege og The Patriot, hefur spilað á gítar síðan hann var 12 ára.
Sveitin mun halda 37 tónleika og stendur ferðin yfir í tvo mánuði. Auk þess að leika í hasarmyndum hefur Seagal einnig vakið athygli fyrir áhuga sinn á umhverfisvernd og búddatrú.

