Hasarinn á vel við mig 16. janúar 2007 07:30 Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur leikið í tæplega 250 sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta árið sem mun víst vera met. „Ég er búinn að leika í 248 sýningum á rúmlega 13 mánuðum," segir Guðjón Davíð Karlsson leikari sem mun á næstu dögum frumsýna sitt sjöunda leikrit með Leikfélagi Akureyrar. Samkvæmt Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra telst það met en Guðjón segir ekki vita hvort það sé rétt. „Mér líður allavega eins og ég hafi farið í framhaldsnám. lutverkin hafa verið fjölbreytt og flest verkin sem Magnús Geir hefur valið eru sjóðheit verk sem slegið hafa í gegn í Evrópu. Magnús er kraftaverkamaður og það hefur verið ofsalega gaman og mikill heiður að fá að vinna með honum." Leikfélag Akureyrar frumsýnir verkið Svartan kött eftir Martin McDonagh þann 20. janúar. Guðjóni Davíð líst vel á verkið og segir allt að smella saman fyrir frumsýninguna. „Þetta er fyndin og skemmtileg sýning og höfundurinn nær að skrifa skemmtilegar persónur sem allar glíma við sín vandamál. Eins og við þekkjum öll þá eru þessi vandamál ofsalega stór fyrir þeim sem í þeim lenda þótt þau séu lítil séð utan frá. Hesti höfuðverkurinn við verkið er tveir kettir sem leika í sýningunni en ég hef aldrei leikið með eins miklum prímadonnum. Þeir eru ekki alveg að skilja þetta greyin og ef þeir eru ekki í stuði er erfitt að eiga við þá enda sterkir karakterar," segi Guðjón en bætir við að hingað til hafi atriðin með köttunum gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Ég og Þráinn Karlsson vorum mikið klóraðir á fyrstu æfingunni en höfundurinn skrifaði tvo enda á verkið svo það er undir köttunum komið hvorn endann áhorfendur fá að sjá." Guðjón kom beint norður til Akureyrar eftir að hafa útskrifast úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands og sér ekki eftir því. „Þetta var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Kærastan mín kom með mér og skellti sér í hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri og við erum alsæl hér," segir hann og bætir við að áður hafi hann verið mikið borgarbarn. „Í dag lít ég á mig sem Akureyring og vona að Akureyringar taki mér sem slíkum. Þetta er yndislegur bær og hér býr gott fólk," segir Guðjón með hörðum hreim á norðlenska vísu. Auk þess að æfa og sýna í leikhúsinu er Guðjón að leikstýra. „Ég er að leikstýra Galdrakarlinum í Oz í Brekkuskóla og Draumi á Jónsmessunótt í Menntaskólanum á Akureyri og hef mjög gaman af að vinna með krökkunum. Ég lít á sjálfan mig sem hálfgerðan ungling svo við erum miklir jafningjar. Þessi hasar á vel við mig, það er í nógu að snúast og þannig vil ég hafa það." Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Guðjón Davíð Karlsson leikari hefur leikið í tæplega 250 sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar síðasta árið sem mun víst vera met. „Ég er búinn að leika í 248 sýningum á rúmlega 13 mánuðum," segir Guðjón Davíð Karlsson leikari sem mun á næstu dögum frumsýna sitt sjöunda leikrit með Leikfélagi Akureyrar. Samkvæmt Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra telst það met en Guðjón segir ekki vita hvort það sé rétt. „Mér líður allavega eins og ég hafi farið í framhaldsnám. lutverkin hafa verið fjölbreytt og flest verkin sem Magnús Geir hefur valið eru sjóðheit verk sem slegið hafa í gegn í Evrópu. Magnús er kraftaverkamaður og það hefur verið ofsalega gaman og mikill heiður að fá að vinna með honum." Leikfélag Akureyrar frumsýnir verkið Svartan kött eftir Martin McDonagh þann 20. janúar. Guðjóni Davíð líst vel á verkið og segir allt að smella saman fyrir frumsýninguna. „Þetta er fyndin og skemmtileg sýning og höfundurinn nær að skrifa skemmtilegar persónur sem allar glíma við sín vandamál. Eins og við þekkjum öll þá eru þessi vandamál ofsalega stór fyrir þeim sem í þeim lenda þótt þau séu lítil séð utan frá. Hesti höfuðverkurinn við verkið er tveir kettir sem leika í sýningunni en ég hef aldrei leikið með eins miklum prímadonnum. Þeir eru ekki alveg að skilja þetta greyin og ef þeir eru ekki í stuði er erfitt að eiga við þá enda sterkir karakterar," segi Guðjón en bætir við að hingað til hafi atriðin með köttunum gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Ég og Þráinn Karlsson vorum mikið klóraðir á fyrstu æfingunni en höfundurinn skrifaði tvo enda á verkið svo það er undir köttunum komið hvorn endann áhorfendur fá að sjá." Guðjón kom beint norður til Akureyrar eftir að hafa útskrifast úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands og sér ekki eftir því. „Þetta var einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Kærastan mín kom með mér og skellti sér í hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri og við erum alsæl hér," segir hann og bætir við að áður hafi hann verið mikið borgarbarn. „Í dag lít ég á mig sem Akureyring og vona að Akureyringar taki mér sem slíkum. Þetta er yndislegur bær og hér býr gott fólk," segir Guðjón með hörðum hreim á norðlenska vísu. Auk þess að æfa og sýna í leikhúsinu er Guðjón að leikstýra. „Ég er að leikstýra Galdrakarlinum í Oz í Brekkuskóla og Draumi á Jónsmessunótt í Menntaskólanum á Akureyri og hef mjög gaman af að vinna með krökkunum. Ég lít á sjálfan mig sem hálfgerðan ungling svo við erum miklir jafningjar. Þessi hasar á vel við mig, það er í nógu að snúast og þannig vil ég hafa það."
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira