Scorsese líklegur til afreka 15. janúar 2007 10:00 Helen Mirren gæti orðið sigursæl á árinu en hún þykir líkleg til að hreppa Gullhnöttinn fyrir frammistöðu sína í The Queen. Gullhnötturinn, eða Golden Globe, verður afhentur í kvöld en verðlaunin þykja gefa sterka vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum. Samkvæmt vefsíðunni Envelope.com er baráttan nokkuð hörð þetta árið enda hafa kvikmyndirnar skipt tilnefningum nokkuð jafnt sín á milli þetta árið. Helen Mirr-en er talin nokkuð örugg um Gullhnöttinn fyrir frammistöðu sína í The Queen en baráttan er ögn harðari hjá körlunum. Forest Whitaker, sem þykir fara hamförum í hlutverki Idi Amin í Last King of Scotland, hefur ívið betur gegn Leonardo DiCaprio og skiptir þar mestu máli að sá síðarnefndi er tilnefndur fyrir tvær myndir, The Departed og Blood Diamond. Heldur harðnar baráttan þegar rýnt er í líkurnar á hvaða kvikmynd stendur uppi sem sigurvegari í flokknum besta dramatíska myndin en The Departed og Babel skera sig nokkuð úr en að öllum líkindum verður það hin harðsoðna glæpamynd sem stendur upp úr. Brad Pitt ætti ekki að gráta það þótt hann leiki aðalhlutverkið í Babel því hann er einn af þremur framleiðendum The Departed. Því hefur verið fleygt fram í kvikmyndaborginni að nú sé loksins komið að leikstjóranum Martin Scorsese að fara heim með helstu verðlaunin þetta árið og sjá margir fyrir sér að Scorsese hreppi Gullhnöttinn fyrir leikstjórn sína í The Departed og að það sé bara upphafið að sigri hans á Óskarnum. Scorsese keppir reyndar við þungavigtarmanninn Clint Eastwood sem er tilnefndur fyrir báðar myndirnar sínar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima auk Stephen Frears fyrir The Queen, Alejandro Gonzalez Inarritu, leikstjóra Babel. Samtök erlendra fréttamanna í Hollywood standa að Golden Globe og auk þess að verðlauna kvikmyndaiðnaðinn eru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í sjónvarpi. Þar verða margir góðkunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda í eldlínunni en 24, Grey‘s Anatomy, Heroes, Lost og Big Love keppa um eftirsóttustu verðlaunin sem besti „dramatíski“ sjónvarpsþátturinn. Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Gullhnötturinn, eða Golden Globe, verður afhentur í kvöld en verðlaunin þykja gefa sterka vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum. Samkvæmt vefsíðunni Envelope.com er baráttan nokkuð hörð þetta árið enda hafa kvikmyndirnar skipt tilnefningum nokkuð jafnt sín á milli þetta árið. Helen Mirr-en er talin nokkuð örugg um Gullhnöttinn fyrir frammistöðu sína í The Queen en baráttan er ögn harðari hjá körlunum. Forest Whitaker, sem þykir fara hamförum í hlutverki Idi Amin í Last King of Scotland, hefur ívið betur gegn Leonardo DiCaprio og skiptir þar mestu máli að sá síðarnefndi er tilnefndur fyrir tvær myndir, The Departed og Blood Diamond. Heldur harðnar baráttan þegar rýnt er í líkurnar á hvaða kvikmynd stendur uppi sem sigurvegari í flokknum besta dramatíska myndin en The Departed og Babel skera sig nokkuð úr en að öllum líkindum verður það hin harðsoðna glæpamynd sem stendur upp úr. Brad Pitt ætti ekki að gráta það þótt hann leiki aðalhlutverkið í Babel því hann er einn af þremur framleiðendum The Departed. Því hefur verið fleygt fram í kvikmyndaborginni að nú sé loksins komið að leikstjóranum Martin Scorsese að fara heim með helstu verðlaunin þetta árið og sjá margir fyrir sér að Scorsese hreppi Gullhnöttinn fyrir leikstjórn sína í The Departed og að það sé bara upphafið að sigri hans á Óskarnum. Scorsese keppir reyndar við þungavigtarmanninn Clint Eastwood sem er tilnefndur fyrir báðar myndirnar sínar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima auk Stephen Frears fyrir The Queen, Alejandro Gonzalez Inarritu, leikstjóra Babel. Samtök erlendra fréttamanna í Hollywood standa að Golden Globe og auk þess að verðlauna kvikmyndaiðnaðinn eru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðuna í sjónvarpi. Þar verða margir góðkunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda í eldlínunni en 24, Grey‘s Anatomy, Heroes, Lost og Big Love keppa um eftirsóttustu verðlaunin sem besti „dramatíski“ sjónvarpsþátturinn.
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira