Jackson gerir ekki Hobbit 12. janúar 2007 10:00 Peter Jackson þykir miður að mál hans og New Line Cinema sé orðið persónulegt. Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt. Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Deilurnar milli Peter Jackson og kvikmyndafyrirtækisins New Line Cinema hafa blossað upp að nýju eftir ummæli forstjóra fyrirtækisins í sjónvarpsþætti. „Jackson gerir ekki Hobbitann, ekki á meðan ég ræð ríkjum," sagði Bob Shaye, forstjóri New Line Cinema, í samtali við kvikmyndaþáttinn Sci-Fi. Shaye vandaði nýsjálenska leikstjóranum ekki kveðjurnar í sjónvarpsþættinum og sakaði leikstjórann um græðgi og yfirgang. „Hann fékk mörg hundruð milljarða í greiðslur frá okkur og með réttu," sagði Shaye. „En svo snýr hann bara baki við okkur og vill ekki ræða málin heldur fer bara í mál og neitar að hefja samningaviðræður án þess að fyrirtækið láti undan kröfum hans," bætti Shaye við og sagðist aldrei ætla að vinna með Jackson á ný. „Af hverju ætti ég að vilja það? Hann gerir aldrei kvikmynd hjá New Line Cinema aftur, ekki svo lengi sem ég er hér," lýsti Bob Shaye yfir. Jackson er í málaferlum út af greiðslum vegna Hringadróttinssögu við New Line Cinema en hann hafði lýst yfir miklum áhuga á að gera kvikmynd byggða á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien. New Line Cinema á kvikmyndaréttinn en hún segir frá því hvernig Bilbo Baggins komst yfir hringinn og varðveitti hann í nokkur ár. Lengi vel leit út fyrir að þessi draumur Jacksons yrði ekki að veruleika þar sem New Line Cinema hafði lýst því yfir að Jackson kæmi ekki nálægt verkefninu vegna málaferlanna. Aðdáendur leikstjórans tóku sig í kjölfarið saman og mótmæltu þessari ákvörðun harðlega á vefsíðum sem lauk með því að Jackson og New Line Cinema sömdu vopnahlé en það hefur nú augljóslega verið rofið. Peter Jackson brást strax við ummælunum og sagði í samtali við kvikmyndatímaritið Variety að honum þætti miður að málið væri orðið persónulegt.
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira