Aðdáendur hóta aðgerðum gegn yfirvöldum 12. janúar 2007 09:00 Magni Neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, vonast til að málið skýrist í dag. Fréttablaðið/Hrönn Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða. Rock Star Supernova Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angeles er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert," sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bókaður í tónleikaferð með hljómsveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítarleikara í síðarnefndu hljómsveitinni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent.com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun . „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna," skrifar Magni sem augljóslega tekur þessu mjög persónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður," bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust," bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdáenda hans sem voru margir hverjir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skammast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóðast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendiherrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, og láttu hana redda þessu," skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda," bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsáritunin verði veitt sem fyrst því annars verði gripið til stórtækra aðgerða.
Rock Star Supernova Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira