Aukin þjónusta við fötluð börn Stefán Jón Hafstein skrifar 12. janúar 2007 05:00 Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun