Í viðræðum vegna Eurovision 10. janúar 2007 11:15 Tónlistarmaðurinn Morrissey er í viðræðum við BBC um að taka þátt í Eurovision. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira