Stranger than Fiction - fjórar stjörnur 9. janúar 2007 00:01 Will Ferell sýnir á sér nýja hlið í frábærri mynd sem skilur mikið eftir sig. Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira