FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða 27. desember 2006 09:56 FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira
FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandi félagins er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu sem fengið hefur heitið Northern Travel Holding. Hluthafar hins nýja fyrirtækis eru íslensku fjárfestingafélögin Fons, FL Group og Sund. Kaupverðið verður greitt með 6 milljörðum króna í reiðufé og 14 milljörðum króna í formi seljendaláns til þriggja ára sem FL Group veitir. Til viðbótar þessu mun Northern Travel Holding taka yfir á næstu tólf mánuðum rekstrarlán og ábyrgðir sem FL Group hefur veitt Sterling. Salan á Sterling hefur lítil áhrif á rekstur FL Group og stöðu eigin fjár, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin. Innan Northern Travel Holding eru félögin Iceland Express, 51% hlutur í breska leiguflugfélaginu Astraeus, 29,26% hlutur í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sem skráð er á sænska hlutabréfamarkaðinn og allt hlutafé í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hluthafar Northern Travel Holding eru Fons (44%), FL Group (34%) og Sund (22%). Félagið er fjármagnað með lánsfé og eigin fé en alls hefur félagið 11,5 milljarða króna í eigið fé. FL Group eignaðist Sterling í október í fyrra eftir að það sameinaðist Maersk Air. Auk kaupanna á Sterling kaupir Northern Travel Holding allt hlutafé í Iceland Express, 51% hlutafjár í Astraeus, alla hluti í Hekla Travel og um 30% útistandandi hluta í Ticket. Samanlögð velta þeirra félaga sem Northern Travel Holding kaupir er áætluð um 120 milljarðar króna og félagið flýgur um 7,5 milljón farþegum árlega. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir söluna á Sterling mikilvægt skref þar sem það hafi verið síðasta dótturfélag FL Group á sviði flugrekstrar. Þá verði til spennandi afl á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding, að hans sögn. Hannes verður í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sjá meira