Leiðtogar í friðarhug um jólin 24. desember 2006 12:31 Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira