Ætla ekki að gefast upp 17. desember 2006 18:45 Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Atburði gærkvöldsins má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að hópi róttæklingarýma bæri að rýma félagsmiðstöð þar sem þeir hafa hafst við í rúm tuttugu ár. Frá því að dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld, þegar um þúsund manns voru samankomnir á Nørrebro, sauð hins vegar upp úr. Lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða og skjóta táragasi á þá. Katrín Atladóttir var á leið til vinkonu sinnar á Nørrebro þegar lætin voru hvað mest. Lögregla hafði þá lokað svæðinu enda loguðu eldar á götum og bensínsprengjur og rakettur flugu í allar áttir. Um síðir tókst laganna vörðum skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Katrín segir að talsverðar skemmdir hafi verið unnar, sérstaklega þar sem stórfyrirtæki voru til húsa. Í morgun var hins vegar ró að mestu komin á. Síðdegis fluttu svo róttæklingarnir yfirlýsingu úr einum af gluggum hússins. Þar sökuðu þeir lögregluna um valdníðslu og sögðust ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi húsið umdeilda fyrir nokkru og nú ætla þau að láta sverfa til stáls. Ritt Bjerregaard borgarstjóri segir að lögreglan hafi brugðist rétt við, því unglingarnir verði að yfirgefa húsið. Áður hafði hún sagt að þeir gætu verið þar áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira