Ekki öllum harmdauði 11. desember 2006 19:22 Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er ekki öllum harmdauði, en hann lést á sjúkrahúsi í höfuðborginni, Santiago, í gær 91 árs að aldri. Landar hans skiptast í tvær fylkingar sem ýmist syrgðu hann eða stigu gleðidans við fregnir af andlátinu. Á meðan andstæðingar Pinochets fögnuðu andláti hans í gær grétu arðir fyrir utan hersjúkrahúsið þar sem hann lést, fullvissir um að þessi fyrrverandi einræðisherra hefði forðað heimalandinu frá klóm marxista á sautján ára valdatíma sínum. Hópunum laust saman í gær án alvarlegra meiðsla. Lögregla stillti til friðar með vatnsþrýstidælum og táragasi og handtókn nokkra. Þjóðarsorg hefur ekki verið lýst yfir í landinu og Pinochet fær ekki viðhafnarútför og skal kannski engan undra enda var faðir núverandi forseta Chile, Michelle Bachelet, meðal þeirra sem hann lét myrða á tímum ógnarstjórnar sinnar á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Pinochet var skipaður yfirmaður hersins í Chile tuttugasta og þriðja ágúst 1973. Átján dögum síðar steypti hann sósíalistastjórn Salvadors Allende, forseta, og hrifsaði til sín öll völd. Hann ríkti síðan í 17 ár og á þeim tíma voru rúmlega þrjú þúsund manns myrtir eða látnir hverfa. Talið er að allt að tuttugu og átta þúsund manns hafi sætt pyntingum. Margsinnis hefur verið reynt að draga Pinochet fyrir dóm en án árangurs. Í nóvember gaf hann út yfirlýsingu og sagðist taka pólitíska ábyrgð á ofbeldinu sem var framið í stjórnartíð hans. Skáldkonan Isabella Allenda, dóttir Allendes, heitins, fyrrverandi forseta, segist ósátt við að hann hafi ekki svarað til saka. Hún bendir þó á að málin gegn Pinochet séu enn opin og því hægt að sækja þau áfram. Hún segir eðlilegt að útför hans fari ekki fram með viðhöfn. Hann hafi verið einræðisherra sem þjóðin hafi ekki kosið. Fjölmargir vottuðu Pinochet virðingu sína í höfuðborginni Santiago í dag, þar sem kista hans lá í herskóla þar í borg. Einræðisherrann fyrrverandi verður borinn til grafar á morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira