Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum 11. desember 2006 17:11 Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira