Handbolti

Óvænt tap HK gegn Stjörnunni

HK missti af tækifærinu á að komast á toppinn á ný.
HK missti af tækifærinu á að komast á toppinn á ný. Mynd: HK.is

HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri.

Úrslitin þýða að Valsmenn halda toppsætinu eftir sigur þeirra á Fylki í gær og eru með 14 stig. HK er í öðru sæti með 13 stig en Framarar í því þriðja með 11 stig.

Íslandsmeistarar Fram höfðu unnið þrjá leiki í röð þegar kom að leiknum gegn Haukum í Hafnarfirði í dag en heimamenn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og gáfu meisturunum engan grið. Lokatölur urðu 31-28, heimamönnum í vil, sem eru með átta stig í 6. sæti deildarinnar.

ÍR-ingar unnu sinn annan leik í vetur gegn Akureyri í dag, 34-28. Liðið er þó sem fyrr í botnsæti deildarinnar en Akureyri er í því fjórða með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×