Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra 30. nóvember 2006 11:26 Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Leikfélag Hafnarfjarðar heldur nú í ár upp á 70 ára afmæli sitt og í tilefni af því var sýnt nýtt íslenskt verk, Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð í byrjun ársins og strax í kjölfarið ný leikgerð barnasögunnar Hodja frá Pjort eftir Ole Lund Kirkegaard. Nú í haust var hinsvegar ákveðið að setja upp vinsælasta verk félagsins frá stofnun þess. Ráðsskona Bakkabræðra var fyrst sett upp af félaginu í lok heimstyrjaldarinnar seinni og var það sýnt í Gúttó við fádæma vinsældir. Nokkrum árum seinna var það sett upp aftur og þá var ákveðið að sýna það í Bæjarbíó sem tók mun fleiri áhorfendur en Gúttó. Enn létu vinsældirnar ekki á sér standa og ásóknin var svo mikil í miða að fólk gerði sér far úr Reykjavík til að standa í biðröð í tvo, þrjá tíma. Einn sýningargestur sem fór á verkið fimm sinnum hafði á orði að leikritið væri svo fyndið að hláturtaugarnar í honum væru lamaðar eftir sýningu. Ráðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Einnig koma við sögu hin tilfinninganæmi Axel og náttúrubarnið Hildur sem óhjákvæmilega dragast saman. Og eins og í öllum góðum gamanleikjum eru illmennin ekki langt undan og þau gera sínar skráveifur á gamansaman hátt. Ráðskona Bakkabræðra er verk í anda hinna bráðsmellnu dönsku gamanleikja sem skemmtu landsmönnum svo vel á fyrri hluta 20. aldar og má segja að þótt að verkið hafi ekki verið sýnt í hálfa öld hafi sterkasta minni verksins vakað áfram í Soffíu og ræningjunum í Kardemommubænum sem flestir þekkja. Næstu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra verða 3., 8. og 10. desember og er sýningin þann áttunda ókeypis fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. Sýningar byrja kl. 20:00 og síðasta sýning fyrir jól er þann 17. desember. Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði og eru sýningarnar þar. Lífið Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni. Leikfélag Hafnarfjarðar heldur nú í ár upp á 70 ára afmæli sitt og í tilefni af því var sýnt nýtt íslenskt verk, Hin endanlega hamingja eftir Lárus Húnfjörð í byrjun ársins og strax í kjölfarið ný leikgerð barnasögunnar Hodja frá Pjort eftir Ole Lund Kirkegaard. Nú í haust var hinsvegar ákveðið að setja upp vinsælasta verk félagsins frá stofnun þess. Ráðsskona Bakkabræðra var fyrst sett upp af félaginu í lok heimstyrjaldarinnar seinni og var það sýnt í Gúttó við fádæma vinsældir. Nokkrum árum seinna var það sett upp aftur og þá var ákveðið að sýna það í Bæjarbíó sem tók mun fleiri áhorfendur en Gúttó. Enn létu vinsældirnar ekki á sér standa og ásóknin var svo mikil í miða að fólk gerði sér far úr Reykjavík til að standa í biðröð í tvo, þrjá tíma. Einn sýningargestur sem fór á verkið fimm sinnum hafði á orði að leikritið væri svo fyndið að hláturtaugarnar í honum væru lamaðar eftir sýningu. Ráðsskona Bakkabræðra fjallar á gamansaman hátt um samskipti þeirra Gísla, Eiríks og Helga við ráðskonuna Gróu sem vill gera endaskipti á subbuskap og slæmum siðum bræðranna. Einnig koma við sögu hin tilfinninganæmi Axel og náttúrubarnið Hildur sem óhjákvæmilega dragast saman. Og eins og í öllum góðum gamanleikjum eru illmennin ekki langt undan og þau gera sínar skráveifur á gamansaman hátt. Ráðskona Bakkabræðra er verk í anda hinna bráðsmellnu dönsku gamanleikja sem skemmtu landsmönnum svo vel á fyrri hluta 20. aldar og má segja að þótt að verkið hafi ekki verið sýnt í hálfa öld hafi sterkasta minni verksins vakað áfram í Soffíu og ræningjunum í Kardemommubænum sem flestir þekkja. Næstu sýningar á Ráðskonu Bakkabræðra verða 3., 8. og 10. desember og er sýningin þann áttunda ókeypis fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði. Sýningar byrja kl. 20:00 og síðasta sýning fyrir jól er þann 17. desember. Hægt er að panta miða í síma 551-1850 eða 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa í Gamla Lækjarskóla sem stendur við Tjarnarbraut í Hafnarfirði og eru sýningarnar þar.
Lífið Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira