Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan 29. nóvember 2006 11:47 Geir H. Haarde forsætisráðherra við myndatöku vegna leiðtogafundarins ásamt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira