Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagðist í dag vonsvikinn yfir því að enn væri verið að skjóta flugskeytum frá Gaza á Ísrael en hélt því engu að síður fram að Ísraelar héldu sig við vopnahléið.
Olmert sagði þetta á fundi með sendiherrum Evrópuríkja í Tel Aviv í dag, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að palenstínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum á bæinn Sderot. Var það tólfta flugskeytið sem skotið var á Ísrael síðan að vopnahléið tók gildi á sunnudaginn var.