OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu 28. nóvember 2006 11:49 Davíð Oddsson, seðlabanakstjóri, að tilkynna vaxtahækkun í haust. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi. Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi.
Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira