OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu 28. nóvember 2006 11:49 Davíð Oddsson, seðlabanakstjóri, að tilkynna vaxtahækkun í haust. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi. Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi.
Innlent Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira