Hörð átök í Austur-Kongó 16. nóvember 2006 18:45 Óeirðalögreglumenn í viðbragðsstöðu í Kinshasha, höfuðborg Austur-Kongó, í dag eftir að kjörstjórn í landinu lýsti í morgun Joseph Kabila sigurvegar í annarri umferð forsetakosninga sem haldnar voru í síðasta mánuði. Andstæðingur hans, Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, játar sig ekki sigraðan. MYND/AP Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira