Ný skýrsla heldur því fram að skógar séu aftur að sækja í sig veðrið. Skýrslan komst að því að aukning á skógum sé fyrir hendi í nærri öllum löndum þar sem einstaklingar hafa meira en 4.600 dollara, eða 318.000 krónur, í árstekjur hafi skógar stækkað.
Vísindamennirnir sem halda þessu fram segja að ný tækni í framleiðslu á landbúnaðarvörum og aukinn flutningur fólks til stórborga hafi hjálpað til við þetta ferli. Skógar hafa stækkað hvað mest í Bandaríkjunum og Kína en halda þó áfram að minnka í Brasilíu og Indónesíu.
Vísindamennirnir skoðuðu gervihnattamyndir af skógum og tóku tillit til stærðar trjáa sem og hversu mikinn koltvísýring skógurinn bindur.