Árásir andófsmanna hafa fjórfaldast á árinu í Afganistan 12. nóvember 2006 19:40 Kanadískir hermenn í Afganistan minnast fallinna félaga. MYND/AP 3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum. Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
3700 manns hafa fallið í átökum í Afganistan og árásir andófs- og hryðjuverkamanna hafa fjórfaldast það sem af er ári samkvæmt nýrrri skýrslu eftirlitsnefndar sem fulltrúar afganskra stjórnvalda, erlendra stuðningsríkja og Sameinuðu þjóðanna eiga sæti í. Fimm ár eru nú frá því að ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana komið frá völdum en tölurnar sýna að stjórnvöld í landinu eiga mikið verk fyrir höndum. Í skýrslunni er farið yfir ástandið í landinu og þar segir að fjórum sinnum fleiri hafi fallið í ár en í fyrra, alls um 3700 manns. Stærstur hluti hinna föllnu eru andófsmenn en talið er að um þúsund óbreyttir borgarar séu í hópi hinna föllnu. Segir enn fremur í skýrslunni að öryggi í landinu hafi versnað á árinu og grafið undan uppbyggingu í Afganistan. Meðal annars hafi þurft að loka skólum í suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn hafa sig mest í frammi. Þá er bent á að spilling og vaxandi vantrú almennings á stjórnvöldum bitni á baráttunni við uppreisnarmenn. Sendinefnd á vegum öryggisráðs Sameinuð þjóðanna er nú á ferð um landið að meta ástandið, fimm árum eftir innrás bandamanna. Fram kom í máli yfirmanns nefndarinnar að erfiðasta verkefnið nú væri baráttan við uppreisnaröflin ásamt ópíumframleiðslunni i landinu. Hann sagði þó að alþjóðasamfélagið myndi áfram styðja afgönsku þjóðina á vegferð sinni til friðar og uppbyggingar.Undanfarna daga hafa verið hörð átök milli hermanna NATO og afganskra sveita annars vegar og andófsmanna hins vegar við landamærin að Pakistan og segja afgönsk yfirvöld að um 60 talibanar fallið í þeim átökum.
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira