Viðræðurnar runnar í sandinn 11. nóvember 2006 14:14 Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons (í miðjunni), og Nabih Berri, þingforseti (til hægri), ráða ráðum sínum en Michel Aoun virðist öllum lokið. MYND/AP Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið. Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Viðræður stjórnmálafylkinga Líbanons um valdaskiptingu í landinu eru farnar út um þúfur eftir að núverandi ríkisstjórnarflokkar höfnuðu kröfum Hizbollah-samtakanna um að fá aukinn hlut í stjórn landsins. Leiðtogar Hizbollah telja sanngjarnt að hreyfingin fái aðild að ríkisstjórninni eftir að hafa borið hitann og þungann af átökunum við Ísraela í sumar og að lokum hrundið sókn þeirra. Þar sem fylking stjórnmálaflokka sem barist hefur gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon hefur töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni hafa kröfur Hizbollah-liða fallið í grýttan jarðveg, en samtökin hafa notið velvildar Sýrlendinga og Írana frá því að þau voru stofnuð. Hizbollah og bandamenn þeirra töpuðu í þingkosningunum í Líbanon sem fram fóru fyrir hálfu öðru ári en þær voru haldnar í kjölfar mikillar reiðiöldu í garð Sýrlendinga eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Sýrlendingum hefur verið kennt um tilræðið og herlið þeirra hrökklaðist frá Líbanon nokkrum mánuðum síðar. Núverandi ríkisstjórn var reiðubúin til að taka Michel Aoun, einn af leiðtogum kristinna og bandamann Hizbollah, inn í stjórninna en féllst ekki á að gefa eftir þriðjung sætanna stjórninni, enda hefði það veitt Hizbollah neitunarvald innan hennar. Óttast er að viðræðuslitin geti leitt til átaka á milli fylkinganna á götum höfuðborgarinnar Beirút. Jafnframt er talið að nú verðir erfiðara að koma á fót sérstökum dómsstól sem rétta á yfir þeim sem grunaðir eru um tilræðið við Hariri en stofnun hans er að beiðni Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði málið.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira