Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína 10. nóvember 2006 15:33 Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, við undirritun viljayfirlýsingarinnar í Kína. Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. Í tilkynningu frá Eimskipi rúmar geymslan 50.000 tonn og verður því stærsta einingakæligeymslan í Kína. Viljayfirlýsingin felur einnig í sér möguleika á stækkun geymslunnar um allt að 50.000 tonn til viðbótar. Þá segir að ákveðið hafi verið að reisa kæligeymsluna í Qingdao vegna þess að höfnin er þekkt sem stærsta útflutningsstöð kæliflutningaskipa en hún hefur verið kölluð „höfn vonarinnar á 21. öldinni" og „milljón tonna höfnin". Qingdao-höfn er þriðja stærsta gámaflutningahöfnin í Kína en á þessu ári er áætlað að um 220 milljón tonn og 8 milljón gámaeiningar (TEUs) fari um hana. Fyrstu tíu mánuði þessa árs fóru um 315.000 kæligámaeiningar (reefer TEUs) um höfnina. Baldur Guðnason forstjóri Eimskips, segir þetta mjög spennandi verkefni og styðji við núverandi starfsemi Eimskips í Kína. „Þetta er stór áfangi fyrir Eimskip og ekki síst fyrir Qingdao-höfn. Hingað til hefur flutningur hitastýrðra afurða í Kína mestmegnis farið fram á öðrum höfnum landsins en nú hefur Qingdao-höfn tækifæri til þess að verða stærsta dreifingarmiðstöð frystra og kældra afurða í Kína. Þetta er mikilvægur liður í þeirri sýn Eimskips að verða leiðandi aðili í hitastýrðum flutningum á heimsvísu en við höfum háleit markmið um nýtingu geymslunnar hvað varðar flutninga milli N-Ameríku og Asíu," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira