Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs 9. nóvember 2006 15:46 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira