Erfiður róður framundan hjá Bush 8. nóvember 2006 12:15 Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Landslagið í bandarískum stjórnmálum er breytt eftir niðurstöður þingkosninga þar í gær. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja ljóst að Bandaríkjaforseta muni reynast erfitt að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið og staða hans verði allt önnur en síðustu sex árin. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni af repúblíkönum, líkt og spáð var fyrir kosningarnar. Næsti forseti fulltrúadeildarinnar verður Nancy Pelosi, fyrsta konan sem gegnir því embætti. Auk þess vekur athygli að Keith Ellison, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður demókrata, er fyrsti músliminn sem er kosinn á þing í Bandaríkjunum. Spennan er hins vegar enn mikil í baráttunni um öldungadeildina. Demókratar hafa náð fjórum sætum þar af þeim sex sem þeir þurfa til að ná meirihluta. Frambjóðendur demókrata hafa forskot í báðum fylkjunum sem eftir eru: Montana og Virginíu en svo mjótt er enn á munum að brugðið gæti til beggja vona. Útlit er fyrir endurtalningu í Virginíu þar sem munar innan við einu prósenti. Ætla má að kærumál fylgi í kjölfarið hvernig sem fer og því gæti svo farið að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en í desember. Því alls óvíst hvor flokkurinn nær meirihluta. Enn er talið í Montana þar sem demókratar hafa naumt forskot. Ólíklegt er að telja þurfi að nýju þar. Hilary Clinton náði endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York með miklum yfirburðum. Repúblíkanar misstu á samta tíma lykilmenn á borð við Rick Santorum, öldungadeildarþingmann fyrir Pennsylvaníu. Joseph Lieberman, varaforsetaefni demókrata árið 2000, hélt öldungadeildarþingsæti sínu í Connecticu en hann bauð sig fram sem óháður eftir að hafa tapað í forkosningum demókrata í sumar. Hann hefur setið í öldungadeildinni frá árinu 1988. Lieberman er annar tveggja óháðra öldungadeildarþingmanna og hafa þeir báðið heitið demókrötum stuðningi. Repúblíkanar biðu þó ekki ósigur alls staðar og hafa einhverjir þeirra glaðst við fréttir af því að tortímandinn Arnold Schwarzenegger hélt ríkisstjóraembættinu í Kaliforníu.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira