Hvað svo? 8. nóvember 2006 11:38 Claire McCaskill, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður demókrata í Missouri var ein þeirra sem steypti repúblikana úr stóli. MYND/AP Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Demókratar eru komnir með sannfærandi meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins og þó ekki sé enn útséð með öldungadeildina er staðan verulega bætt þar. Eftir áratug af gremju út í stjórn Bush og repúblikana gefst nú tækifæri til hefnda en ýmislegt bendir til að fyrirskipun dagsins sé önnur. Slagurinn fyrir forsetakosningarnar 2008 er formlega hafinn. Vinna traust Nancy Pelosi verður næsti forseti þingsins, fyrst kvenna. Miðað við þá einstöku stöðu fór óvenjulítið fyrir henni í fjölmiðlum í gær enda neitaði hún öllum viðtölum. Hún lét sér nægja að halda sigurræðu. Við erum reiðubúin að taka við stjórninni sagði hún þá og lofaði að vinna með repúblikönum og sýna skoðunum annarra virðingu. Þessi kona sem hingað til hefur verið þekkt fyrir allt annað en þverpólitíska samvinnu hefur ákveðið að reka slyðruorðið af demókrötum og sanna fyrir kjósendum að þeim sé treystandi fyrir stjórn landsins. Útréttar hendur Á sama hátt boðar George W. Bush forseti breytta tíma. Fyrstu viðbrögð forsetans komu frá talsmanni Hvíta hússins sem sagði hann vonsvikinn með niðurstöðu kosninganna en um leið ákveðinn í að vinna með báðum flokkum að framgangi mikilvægra mála í þinginu. Bæði Bush og Pelosi hafa boðað blaðamannafundi í eftirmiðdaginn og má þá búast við frekari útréttingu handa. Írak og Bush Kosningarnar snerust að miklu leyti um afstöðu kjósenda til stríðsins í Írak og Bush forseta og má því með nokkru sanni frekar kalla niðurstöðu þeirra ósigur repúblikana heldur en sigur demókrata. Kannanir á afstöðu kjósenda á kjörstað sýna samkvæmt The New York Times að 60% voru á móti stríðinu og 40% sögðust hafa greitt atkvæði gegn Bush. Pelosi lýsti því yfir í sigurræðunni að næsta skref væri að segja forsetanum að nóg væri komið í Írak og bjóðast til að vinna með honum að lausn vandans. Þótt demókratar stjórni nú fulltrúadeildinni og mögulega báðum deildum þingsins eru ákvarðanir um framhaldið í stríðinu enn á valdi Bush. Reynir á Pelosi Eftir tveggja ára stjórnun þingsins geta demókratar samt ekki borið við ábyrgðarleysi á óvinsælum málum og þá er ómögulegt að segja hvert óánægjuatkvæðin fara. Þetta vita forystumenn flokksins sem hrinda nú leikáætlun sinni um sigur í næstu forsetakosningum í gang. Grunnurinn er góður því auk sigra í þingkosningunum náði flokkurinn frábærum árangri í stjórnun einstakra mikilvægra fylkja. Tvö ár eru hins vegar eilífð í pólítík og mun reyna verulega á styrk fimm barna móðurinnar Nancy Pelosi að halda þingflokknum við efnið.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent