Vantraust á kosningakerfi 6. nóvember 2006 13:29 Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira