Molnuðu í höndunum á viðskiptavinum 3. nóvember 2006 21:00 Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Fjölmargir viðskiptavinir hinna ýmsu banka í sautján borgum og bæjum í Þýskalandi hafa setið eftir með sárt ennið síðustu vikur og mánuði þegar þeir hafa ætlað að sækja sér eyðslufé úr hraðbanka. Peningarnir hafa bókstaflega molnað í höndunum á þeim og í mörgum tilvikum leysts upp í frumeindir sínar. Fyrst fréttist af svo viðkvæmum evruseðlum í Berlín og Potsdam í júní og júlí. Síðan þá hefur tilvikum fjölgað og þýska lögreglan komin með málið á sína könnu. Að sögn Franz Christoph Zeitler, aðstoðarbankastjóra þýska seðlabankans, er ekki um galla í prentun að ræða. Ekki sé þó vitað hvort um slys eða skemmdarverk sé að ræða. Ljóst sé að sýran hafi borist í seðlana eftir að þeir komu úr prentun. Að sögn þýska blaðsins Bild er um að ræða breinnisteinssýru. Seðlarnir sem grotna í sundur eru ekki falsaðir heldur ósviknir. Zeitler segir þetta ekki það marga seðla sem um ræði þegar á heildina sé litið. Fimm milljarðar seðla séu í umferð. Hann segir þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist í Þýskalandi og ekki vitað til þess að þetta hafi gerst í öðru Evrópusambandslandi. Viðskiptavinir geta leitað til seðlabankans eða eigin viðskiptabanka með leifar seðal sinna og fengið nýja í staðinn. Þær upplýsingar fengust hjá Seðlabanka Íslands að ekki væri vitað til þess að eitthvða þessu líkt hefði gerst hér á landi og ólíklegt talið að það ætti eftir að gerast. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Um 1500 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu vikur. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst í öðrum Evrópusambandslöndum. Svo virðist sem seðlarnir hafi komist í tæri við sýru. Fjölmargir viðskiptavinir hinna ýmsu banka í sautján borgum og bæjum í Þýskalandi hafa setið eftir með sárt ennið síðustu vikur og mánuði þegar þeir hafa ætlað að sækja sér eyðslufé úr hraðbanka. Peningarnir hafa bókstaflega molnað í höndunum á þeim og í mörgum tilvikum leysts upp í frumeindir sínar. Fyrst fréttist af svo viðkvæmum evruseðlum í Berlín og Potsdam í júní og júlí. Síðan þá hefur tilvikum fjölgað og þýska lögreglan komin með málið á sína könnu. Að sögn Franz Christoph Zeitler, aðstoðarbankastjóra þýska seðlabankans, er ekki um galla í prentun að ræða. Ekki sé þó vitað hvort um slys eða skemmdarverk sé að ræða. Ljóst sé að sýran hafi borist í seðlana eftir að þeir komu úr prentun. Að sögn þýska blaðsins Bild er um að ræða breinnisteinssýru. Seðlarnir sem grotna í sundur eru ekki falsaðir heldur ósviknir. Zeitler segir þetta ekki það marga seðla sem um ræði þegar á heildina sé litið. Fimm milljarðar seðla séu í umferð. Hann segir þetta í fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist í Þýskalandi og ekki vitað til þess að þetta hafi gerst í öðru Evrópusambandslandi. Viðskiptavinir geta leitað til seðlabankans eða eigin viðskiptabanka með leifar seðal sinna og fengið nýja í staðinn. Þær upplýsingar fengust hjá Seðlabanka Íslands að ekki væri vitað til þess að eitthvða þessu líkt hefði gerst hér á landi og ólíklegt talið að það ætti eftir að gerast.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira