Fjórir fílar frá Tælandi verða nú til sýnis í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu frá og með deginum í dag. Dýraverndunarsinnar hafa reynt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir flutning þeirra þangað og segja það grimmilega meðferð að halda þeim í dýragarðinum.
Flutningur dýranna hefur tafist í eitt og hálft ár vegna baráttu tælenskra og ástralskra dýravina sem hafa kærðu flutninginn. Þrátt fyrir mótmælin voru fílarnir fluttir á Cocos-eyju í Indlandshafi þar sem þeir voru í einangrun í þrjá mánuði.
Talsmaður dýragarðsins segir fílana fjóra, sem nú eru komnir í dýragarðinn, við góða heilsu. Fjórir fílar til viðbótar verða fluttir til Ástralíu á næstu dögum.