Norður-Kórea hefur samþykkt að setjast aftur að samningaborðinu til viðræðna við hinn svokallaða Sexveldnahóp samkvæmt fréttum frá Suður-Kóreu og Kína.
Sæst var á þetta á óformlegum fundi embættismanna frá Norður-Kóreu, Kína og Bandaríkjunum. Þetta hefur síðan verið staðfest af kínverskum embættismönnum.