Viðræður Rússa og Bandaríkjamanna um inngöngu þeirra fyrrnefndu í Alþjóðaviðskiptastofnunina hafa gengið vel og búist er við að viðræðunum ljúki á næstu dögum.
Rússneski fjármálaráðherrann German Gref lét hafa eftir sér í morgun að viðræðurnar væru á "jákvæðu stigi" og færu fram á hverjum degi. "Það er ekkert til sem heitir auðveldar viðræður án vandamála og ýmissa spurninga. En fjöldi þeirra hefur minnkað til muna og við vonumst til þess að ljúka viðræðunum á næstu dögum".