Afkoma Össurar undir væntingum 30. október 2006 15:11 Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá Össuri til Kauphallar Íslands kemur fram að sala á fjórðungnum nam 62,8 milljónum dala eða 4,5 milljörðum króna, sem er 41 prósents hækkun á milli ára. Þá var hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 12,1 milljón dalir eða 867 milljónir íslenskra króna, sem er 17 prósenta aukning frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Haft er eftir Jóni Sigurðssyn, forstjóra Össurar, að fyrirtækið sé bjartsýnt um að ná markmiðum sínum fyrir árið en afkoma þriðja ársfjórðungs er rétt undir væntingum stjórnenda. „Sala á stoðtækjum í Bandaríkjunum heldur áfram að vaxa á meðan pro forma sala á spelkum og stuðningsvörum er í takt við vöxt markaðarins og undir markmiðum okkar til lengri tíma litið. Samþætting og endurskipulagning í kjölfar fyrirtækjakaupa gengur samkvæmt áætlun. Á fjórðungnum lokuðum við starfsstöð okkar í Bothell, Washington og lögðum mikla áherslu á endurskipulagningu á dreifingarkerfi okkar í Bandaríkjunum, sem hefur tímabundið neikvæð áhrif á söluna í spelkum og stuðningsvörum á þessu svæði. Enn eru vissir erfiðleikar í Evrópu, en við sjáum að við erum á réttri leið," segir hann. Tilkynning Össurar hf. til Kauphallar Íslands Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá Össuri til Kauphallar Íslands kemur fram að sala á fjórðungnum nam 62,8 milljónum dala eða 4,5 milljörðum króna, sem er 41 prósents hækkun á milli ára. Þá var hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 12,1 milljón dalir eða 867 milljónir íslenskra króna, sem er 17 prósenta aukning frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Haft er eftir Jóni Sigurðssyn, forstjóra Össurar, að fyrirtækið sé bjartsýnt um að ná markmiðum sínum fyrir árið en afkoma þriðja ársfjórðungs er rétt undir væntingum stjórnenda. „Sala á stoðtækjum í Bandaríkjunum heldur áfram að vaxa á meðan pro forma sala á spelkum og stuðningsvörum er í takt við vöxt markaðarins og undir markmiðum okkar til lengri tíma litið. Samþætting og endurskipulagning í kjölfar fyrirtækjakaupa gengur samkvæmt áætlun. Á fjórðungnum lokuðum við starfsstöð okkar í Bothell, Washington og lögðum mikla áherslu á endurskipulagningu á dreifingarkerfi okkar í Bandaríkjunum, sem hefur tímabundið neikvæð áhrif á söluna í spelkum og stuðningsvörum á þessu svæði. Enn eru vissir erfiðleikar í Evrópu, en við sjáum að við erum á réttri leið," segir hann. Tilkynning Össurar hf. til Kauphallar Íslands
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira