Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu 27. október 2006 23:00 MYND/Reuters Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado. Erlent Fréttir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado.
Erlent Fréttir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira