Saklaust fólk drepið 26. október 2006 18:45 Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira