Ekki gripið til óhóflegrar valdbeitingar segir lögreglustjóri 24. október 2006 23:26 Óeirðalögreglumenn við þinghúsið í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í dag. MYND/AP Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans. Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Peter Gergenyi, lögreglustjóri í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, segir lögreglumenn ekki hafa gripið til óhóflegrar valdbeitingar til að hafa hemil á mótmælendum í borginni í gær. Hann segir að lögreglumenn hafi þurft að grípa til aðgerða en þeir hafi í alla staði farið að lögum. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og beittu táragasi og vatnssprautum gegn mótmælendum í gærkvöldi. Fólkið hafði safnast saman til að lýsa andúð sinni á ríkisstjórninni, daginn sem Ungverjar minntust 50 ára afmælis skammlífrar uppreisnar gegn Sovétríkjunum. Gergenyi segir að almenningur ætti frekar að þakka lögreglunni fyrir að hafa gripið til aðgerða í stað þess að leita logandi ljósi að mistökum við meðhöndlun mótmælenda. Hann segir lögreglumenn hafa fundið eldhúshnífa, járnstangir, flugelda og slöngvur á þeim stað þar sem stjórnarandstæðingar hafi haldið til í 5 vikur, eða frá því upp úr sauð þegar uppljóstrað var um að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra, hefði logið að þjóðinni í aðdraganda síðustu þingkosninga. Þá kom til átaka. Lögreglustjórinn segir að efni til sprengjugerðar hafi einnig fundist. Auk alls þessa hefðu tjaldbúðir mótmælenda fengið að standa lengur en veitt leyfi sagði til um. Mikil spenna hefur verið í borginni í dag eftir átök gærdagsins og kvöldsins. 128 munu hafa særst í átökunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lögregla mun hafa handtekið 130 mótmælendur. Búið er að girða af svæðið við þinghúsið þar sem mótmælendur hafa haldið til í rúman mánuð. Gyurcsany, forsætisráðherra, hefur látið kröfur um afsögn sem vind um eyru þjóta og sagt mótmælendur tilheyra háværum minnihlutahópi. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins segir hins vegar að öll þjóðin sé andsnúin ólöglegri ríkisstjórn forsætisráðherrans.
Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira