Útlit er fyrir því að ljósmyndari Associated Press, sem rænt var á Gaza-svæðinu í dag, verði látinn laus innan stundar. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir háttsettum palestínskum fulltrúa.
Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, segir ljósmyndarann, Emilio Morenatti, á öruggum stað og stutt sé í að hann fái frelsi á ný.