Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot 24. október 2006 18:25 Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. (2) Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka. Í gögnum sem Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær, kemur fram að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra óttaðist í febrúar 1961 að félagar í Samtökum hernámsandstæðinga ætluðu að trufla starfsfrið Alþingis, ótilgreindar hótanir um ofbeldisaðgerðir og um öryggi ríkisns. Hann óskaði því eftir því að sími samtakanna í Mjóstræti 3 og önnur símanúmer sem strikað hefur verið yfir í gögnunum, yrð hleraðir. Yfirsakadómari heimilra samdægurs að leyfa hlerarnirnar ótímabundið, eða um sinn eins og það er orðað. Kjartan Ólafsson segir að sér komi á óvart við skoðun gagnanna, hvað röksemdafærsla dómsmálaráðherranna fyrir ósk um hleranir hafi verið léttvægar. Þá hafi yfirsakadómari aldrei lagt neitt til málanna, heldur afgreitt beiðnirnar samdægurs, fyrir utan einu sinni þegar hann samþykkti beiðni um hlerun daginn eftir að beiðnin barst. Í september 1963 óttast Bjarni svo að Samtök hernámsandstæðinga ætli að stofna til óspekta í tengslum við heimsókn Lyndons B Johnson síðar í þeim mánuði og óskar eftir að símar samtakanna og Sósíalistaflokksins verði hleraðir ásamt fleiri símum sem strikað hefur verið yfir númerin hjá í gögnum Þjóðskjalasafnsins. Aftur heimilar yfirsakadómari hleranirnar ótímabundið. Þeirri ósk til stuðnings sendir dómsmálaráðherra afrit af forsíðu Þjóðviljans, þar sem greint er frá að hernámsandstæðingar hyggist afhenda Johnson bréf og mótmælendur jafnframt hvattir til að sýna kurteisi. Jónas Árnason, skáld, afhenti Johnson síðan bréfið, þar sem athygli forsetans var vakin´á því, að stór hluti þjóðarinnar vildi ekki hafa bandarískan her í landinu. Í júní 1968 greinir Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins yfirsakadómara frá því að hann hafi fregnað að hafinn sé undirbúningur óeirða í tengslum fyrir væntanlegan ráðherrafund NATO ríkjanna með þátttöku sérþjálfaðra erlendra aðila. Ráðherrann vill láta hlera síma hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins ásamt fleiri símanúmer sem skyggð hafa verið í gögnum. Yfirsakadómari fellst á beiðnina daginn eftir og að símarnir verði hleraðir í 19 daga. Ekkert varð hins vegar úr óeirðum og Johnson tók við bréfi frá hernámsandstæðingum. Kjartan hefur aðeins fengið lítinn hluta þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að og vill fá aðgang að öllum gögnunum. Hann hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira