Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik 19. október 2006 05:00 Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í framlengingu í gærkvöldi Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira