8 sprengingar í vopnageymslu í Serbíu 19. október 2006 19:44 Starfsmaður kannar skemmdir á bensínstöð nærri Paracin í Serbíu í dag. MYND/AP Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. Mikill eldur kviknaði og teyðu eldtungurnar sig hátt í loft. Sjónvarpsstöðvar í Serbíu sýndu myndir af gráum reyk sem lagði frá vettvangi. Flestir þeirra sem særðust urðu fyrir glerbrotum og sprengjuflísum sem þeyttust út í loftið. Einn maður fékk taugaáfall og var þegar lagður inn á sjúkrahús. Margir íbúar í Paracin hrukku upp af værum svefni þegar sprengingarnar urðu. Gluggar brotnuðu og bygginar skemmdust. Fjölmargir hafast nú við á götum úti í bænum. Dragan Jocic, innanríkisráðherra Serbíu, segir miklar skemmdir hafa orðið í bænum. Aleksandar Popovic, umhverfisráðherra, segir enga hættu á eiturleka. Fyrsta sprengingin varð klukkan tvö að íslenskum tíma síðustu nótt og sú síðast anokkrum klukkustundum síðar. Ekki er vitað hvað olli þeim. Radomir Mladenovic, rannsóknardómari, er staddur í Paracin. Hann segir yfirvöld í Serbíu ekki útiloka skemmdarverk. Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Að minnsta kosti 20 særðust þegar minnst 8 sprengingar urðu í vopnageymslu serbneska hersins í nótt. Vopnageymslan stóð á hæð nærri iðnaðarbænum Paracin, um 150 kílómetra suður af höfuðborginni Belgrad. Fjölmargar byggingar í Paracin skemmdust. Mikill eldur kviknaði og teyðu eldtungurnar sig hátt í loft. Sjónvarpsstöðvar í Serbíu sýndu myndir af gráum reyk sem lagði frá vettvangi. Flestir þeirra sem særðust urðu fyrir glerbrotum og sprengjuflísum sem þeyttust út í loftið. Einn maður fékk taugaáfall og var þegar lagður inn á sjúkrahús. Margir íbúar í Paracin hrukku upp af værum svefni þegar sprengingarnar urðu. Gluggar brotnuðu og bygginar skemmdust. Fjölmargir hafast nú við á götum úti í bænum. Dragan Jocic, innanríkisráðherra Serbíu, segir miklar skemmdir hafa orðið í bænum. Aleksandar Popovic, umhverfisráðherra, segir enga hættu á eiturleka. Fyrsta sprengingin varð klukkan tvö að íslenskum tíma síðustu nótt og sú síðast anokkrum klukkustundum síðar. Ekki er vitað hvað olli þeim. Radomir Mladenovic, rannsóknardómari, er staddur í Paracin. Hann segir yfirvöld í Serbíu ekki útiloka skemmdarverk.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira