Viðskiptajöfnuður Dana við útlönd var jákvæður um tæpa níutíu milljarða íslenskra króna í síðasta mánuði og hefur verið jákvæður upp á hundruð milljarða síðustu þrjú misserin.
Staðan hér á Íslandi er hins vegar þveröfug, vöruskiptahallinn hefur aldrei verið meiri en undanfarið hálft annað ár. Verulegur hluti þessa mikla innflutnings hingað stafar hins vegar af stórframkvæmdum og skrifast því ekki á óhóflega einkaneyslu.