30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn 16. október 2006 22:30 Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AFP Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira