30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn 16. október 2006 22:30 Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AFP Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin. Erlent Fréttir Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Allt að 30 ríki gætu þróað kjarnorkuvopn ef ekkert verður að gert. Þetta er mat fulltrúa Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 9 ríki heims ráða yfir kjarnorkuvopnum nú svo vitað sé. Það var í síðustu viku sem Norður-kóreumenn gerður tilraun með kjarnorkusprengju og því 9 ríki í heimi sem vitað er að hefur yfir vopni af þessari gerð að ráða. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir það freistandi fyrir sum ríki að þróa kjarnorkuvopn. Þetta kom fram á ráðstefnu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki. ElBaradei sagði 20 til 30 ríki hafa getu til að þróa vopna af þessu tagi á stuttum tíma. Þessi ríki séu því í reynd kjarnorkuveldi. Hann segir skorta á að öryggi sé tryggt í alþjóðasamfélaginu. Einnig hafi þeim kjarnorkuveldum sem fyrir séu ekki auðnast að eyða vopnabúri sínu. Þetta tvennt geri það erfitt að sannfæra önnur ríki um að þróa ekki kjarnorkuvopn. Á ráðstefnunni í Vínarborg verður leitað nýrra leiða til að greina það hvort ríki séu að þróa kjarnorkuvopn. Rætt verður hvernig má nota gervihnattamyndir og aðra fullkomna tækni til að leggja mat á slíkt. ElBaradei lagði áherslu á að erfitt reyndist að hefta upplýsingastreymi í tengslum við kjarnorkurannsóknir því upplýsingaflæði nú til dags væri mikið. Auk Norður-kóreumanna hafa Íranar auðgað úran sem talið er liður í þróun þeirra á kjarnorkuvopnum. Fram kemur á fréttavef BBC að Brasilíumenn hafa einnig byrjað auðgun úrans auk þess sem Suður-kóreumann, Japanar, Sádar og Egyptar eru sagðir hugsanlega geta þróað vopn af þessari gerð og hafi auk þess áhuga á því. Aðeins tvo ríki heims hafa sjálfviljug hætt þróun kjarnorkuvopna, þ.e. Suður-Afríka, sem lét frá sér fullbúin vopn snemma á tíunda áratug síðustu aldar, og Líbía, sem upplýsti um kjarnorkuáætlun sína og lagði hana á hilluna árið 2003. Áætlun Líbíumanna var þó skammt á veg komin.
Erlent Fréttir Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira