Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist vona að Norður-Kóreumenn sprengi ekki aðra kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Það myndi aðeins vera hægt að túlka sem ögrun og yrði enn frekar til að einangra þjóðina.
Þetta kom fram á fundi Rice með blaðamönnum í dag. Hún heldur á morgun til fundar við ráðamenn í Japan, Suður-Kóreu og Kína. Kjarnorkudeilan við Norður-kóreumenn verður þar helst til umræðu.