Hremmingar sænsku stjórnarinnar halda áfram 16. október 2006 19:00 Cecilia Stego Chilo, menntamálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í dag eftir að uppvíst varð að hún hefði svikist undan því að greiða sjónvarpsafnotagjöld árum saman. Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptaráðherra landsins sagði af sér af svipuðum ástæðum. Afsögn Chilo kom á afar óþægilegum tíma fyrir ríkisstjórn Fredericks Reinfeldt því í dag kynnti hún sitt fyrsta fjárlagafrumvarp, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir skattalækkunum upp á röska 360 milljarða íslenskra króna. Frumvarpið fékk hins vegar lítið pláss í fréttatímum dagsins því allra augu beindust að menntamálaráðherranum sem lét undir höfuð leggjast að greiða afnotagjöld af sjónvarpstæki sínu í sextán ár. Til að bæta gráu ofan á svart viðurkenndi Chilo einnig að hafa svikið undan skatti þegar hún greiddi fóstru barna sinna laun. Aðeins eru tveir dagar liðnir frá því að stalla Chilo í stjórninni, Maria Borelius, stóð upp úr stóli sínum sem viðskiptaráðherra. Hún hafði einnig greitt barnfóstrum laun án þess að gefa þau upp til skatts, auk þess að hafa vikið sér undan því að greiða eignaskatt af sveitasetri sínu með því að nota fyrirtæki skráð í skattaparadís til að kaupa það. Hveitibrauðsdagar nýju hægri stjórnarinnar virðast þannig vera í stysta lagi því tveir ráðherrar hafa þegar yfirgefið hana. Erlent Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Cecilia Stego Chilo, menntamálaráðherra Svíþjóðar, sagði af sér embætti í dag eftir að uppvíst varð að hún hefði svikist undan því að greiða sjónvarpsafnotagjöld árum saman. Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að viðskiptaráðherra landsins sagði af sér af svipuðum ástæðum. Afsögn Chilo kom á afar óþægilegum tíma fyrir ríkisstjórn Fredericks Reinfeldt því í dag kynnti hún sitt fyrsta fjárlagafrumvarp, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir skattalækkunum upp á röska 360 milljarða íslenskra króna. Frumvarpið fékk hins vegar lítið pláss í fréttatímum dagsins því allra augu beindust að menntamálaráðherranum sem lét undir höfuð leggjast að greiða afnotagjöld af sjónvarpstæki sínu í sextán ár. Til að bæta gráu ofan á svart viðurkenndi Chilo einnig að hafa svikið undan skatti þegar hún greiddi fóstru barna sinna laun. Aðeins eru tveir dagar liðnir frá því að stalla Chilo í stjórninni, Maria Borelius, stóð upp úr stóli sínum sem viðskiptaráðherra. Hún hafði einnig greitt barnfóstrum laun án þess að gefa þau upp til skatts, auk þess að hafa vikið sér undan því að greiða eignaskatt af sveitasetri sínu með því að nota fyrirtæki skráð í skattaparadís til að kaupa það. Hveitibrauðsdagar nýju hægri stjórnarinnar virðast þannig vera í stysta lagi því tveir ráðherrar hafa þegar yfirgefið hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira