Frumrannsóknir bandarískra sérfræðinga sýna að geislavirk efni hafi fundist nærri þeim stað þar sem Norður-kóreumenn segjast hafa sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn.
Heimildarmaður í bandaríska stjórnkerfinu hefur staðfest þetta bæði við Reuters-fréttastofuna og CNN í kvöld.
Fyrr í dag var greint frá að fyrstu niðurstöður bandarískra sérfræðinga bentu til þess að engin geislavirk efni væri að finna á svæðinu.