365 þúsund Írakar á vergangi 13. október 2006 23:01 Lögreglumaður leitar að sprengju í líkkistu fyrir utan helgidóm sjía í borginni Najaf í Írak. MYND/AP Mörg þúsund Írakar flýja nú heimaland sitt á degi hverjum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta stöðuga og lágværa brottflutninga. Þeim Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fjölgi dag frá degi. Auk alls þessa séu 365 þúsund Írakar á vergangi og þeir verði aðeins fleiri eftir því sem á líði. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Fyrr í þessari viku greindu stjórnvöld í höfuðborginni, Bagdad, frá því að um 300 þúsund Írakar hefðu þurft að hverfa frá heimilum sínum síðan í febrúar á þessu ári. Það var þá sem helgidómur sjía múslima í bænum Samarra eyðilagðist í sprengjuárás og er herskáum súnní múslimum kennt um. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hingað til lagt áherslu á að hjálpa brottfluttum Írökum við að flytja aftur til heimalandsins og flóttamönnum af öðrum þjóðernum sem hafi orðið innlyksa í landinu. Verkefnið sé nú annað, það er að hjálpa fólki á vergangi og þeim sem vilji flýja skálmöldina í Írak og leita tækfæra í öðrum löndum. Flóttamannahjálpin segir að í fyrra hafi 50 þúsund Írakar snúið heim frá nágrannalöndum. Það sem af sé þessu ári hafi aðeins þúsund manns leitað aftur heim til Íraks. Talsmaður Flóttamannahjálparinnar segir samtökin fylgjast meðal annars með landamærunum að Sýrlandi. Þar fari um tvo þúsund manns yfir daglega þannig að ætla megi að um 40 þúsund Írakar fari þangað í hverjum mánuði. Írakar fara einni til Jórdaníu, Tyrklands, Líbanons, Egyptalands og síðan til Evrópulanda en af flóttamönnum þangað í ár eru Írakar sagðir lang fjölmennastir. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 50 þúsund Írakar þurfi að hverfa frá heimilum sínum í hverjum mánuði. Margir þeirra haldi þó enn til í Írak. Áætlað er að um milljón Írakar búi nú í Jórdaníu og Sýrlandi. Margir þeirra fluttu þangað í valdatíð Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta, og hafa búið þar í rúman áratug, en fjölmargir hafi flutt þangað eftir að Saddam var steypt af stóli árið 2003. Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mörg þúsund Írakar flýja nú heimaland sitt á degi hverjum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta stöðuga og lágværa brottflutninga. Þeim Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fjölgi dag frá degi. Auk alls þessa séu 365 þúsund Írakar á vergangi og þeir verði aðeins fleiri eftir því sem á líði. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Fyrr í þessari viku greindu stjórnvöld í höfuðborginni, Bagdad, frá því að um 300 þúsund Írakar hefðu þurft að hverfa frá heimilum sínum síðan í febrúar á þessu ári. Það var þá sem helgidómur sjía múslima í bænum Samarra eyðilagðist í sprengjuárás og er herskáum súnní múslimum kennt um. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hingað til lagt áherslu á að hjálpa brottfluttum Írökum við að flytja aftur til heimalandsins og flóttamönnum af öðrum þjóðernum sem hafi orðið innlyksa í landinu. Verkefnið sé nú annað, það er að hjálpa fólki á vergangi og þeim sem vilji flýja skálmöldina í Írak og leita tækfæra í öðrum löndum. Flóttamannahjálpin segir að í fyrra hafi 50 þúsund Írakar snúið heim frá nágrannalöndum. Það sem af sé þessu ári hafi aðeins þúsund manns leitað aftur heim til Íraks. Talsmaður Flóttamannahjálparinnar segir samtökin fylgjast meðal annars með landamærunum að Sýrlandi. Þar fari um tvo þúsund manns yfir daglega þannig að ætla megi að um 40 þúsund Írakar fari þangað í hverjum mánuði. Írakar fara einni til Jórdaníu, Tyrklands, Líbanons, Egyptalands og síðan til Evrópulanda en af flóttamönnum þangað í ár eru Írakar sagðir lang fjölmennastir. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 50 þúsund Írakar þurfi að hverfa frá heimilum sínum í hverjum mánuði. Margir þeirra haldi þó enn til í Írak. Áætlað er að um milljón Írakar búi nú í Jórdaníu og Sýrlandi. Margir þeirra fluttu þangað í valdatíð Saddams Hússeins, fyrrverandi Íraksforseta, og hafa búið þar í rúman áratug, en fjölmargir hafi flutt þangað eftir að Saddam var steypt af stóli árið 2003.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira