Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels 13. október 2006 09:04 Mohammad Yunus, stofnandi Grameen-bankans. MYND/AP Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira
Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Sjá meira