Sprengi fyrr en síðar 6. október 2006 19:00 MYND/AP Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar. Erlent Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Allt eins er búist við því að Norður-Kóreumenn láti verða af því að sprengja kjarnorkusprengju nú um helgina. Í gegnum njósnahnetti hefur sést óvenjuleg umferð á nokkrum stöðum í landinu, sem talin er benda til þess að verið sé að undirbúa tilraunasprengingu. Helst beinast augu manna að gamalli námu, sem mikil umferð hefur verið við. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu um það á þriðjudaginn, að kjarnorkusprengingar væri að vænta innan skamms. Ef Kóreumenn láta verða af því að sprengja, mun það gjörbreyta stöðunni í þessum heimshluta og það má búast við miklu uppnámi. Nágrannaríki eins og Japan og Suður-Kórea hafa lýst því yfir að það sé óafsakanlegt og ófyrirgefanlegt af Norður-Kóreu að sprengja kjarnorkusprengju. Vesturlönd eru á sama máli og hafa varað Kóreumenn alvarlega við að gera alvöru úr hótun sinni. Bill Clinton, var á sínum tíma kominn á fremsta hlunn með að fyrirskipa loftárásir á Norður-Kóreu til þess að eyðileggja kjarnorkuver þeirra. Alls er óljóst hverjar afleiðingarnar yrðu af sprengingu, í dag, en nokkuð víst að þær yrðu alvarlegar. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir veikleika alþjóðasamfélagsins afhjúpast ef af kjarnorkutilraununum verði. Þær muni breyta ásýnd heimsmála eins og hún þekkist í dag. Þess yrði þá ekki langt að bíða að önnur lönd kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarísk herflugvél búin sérstökum geislunar-mælibúnaði er í Japan vegna hættunnar. Hún er staðsett í Bandarísku herstöðinni í Okinawa og fór í eftirlitsflug í gær. Kim Il-Jong leiðtogi Norður Kóreu fundaði með yfirmenn hersins og hvatti þá til að auka varnir landsins. En Kim hefur sagt að ástæða tilraunarinnar sé yfirvofandi hætta á kjarnorkuárás frá Bandaríkjamönnum. Ráðamenn í Washington hafa sagt það fyrirslátt. Engin hætta sé á árás. En kjarnorkudeilur heimsins eru fleiri. Íranar hafa enn ekki viljað setjast aftur að samningaborðinu til að reyna að leysa deilu sína við vesturveldin. Helstu fulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands komu saman í Lundúnum í dag til að ræða næstu skref. Kínverjar og Rússar segjast andvígir refsiaðgerðum. Ætla má að málinu verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt verði um mögulegar refsiaðgerðir á fundi í næstu viku. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnvöld í Pyongyang eru hvött til að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnorkusprengjur. Varað er við óskilgreindum aðgerðum verði tilraunir gerðar.
Erlent Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira