3 skólastúlkur liggja í valnum eftir árás byssumanns 2. október 2006 22:17 MYND/AP Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni. Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Þrjár skólastúlkur liggja í valnum eftir að óður byssumaður æddi síðdegis í dag inn í sveitaskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og skaut á nemendur. Sjö stúlkur særðust lífshættulega í árásinni. Í Lancaster-sýslu í Pennsylvaníu býr fjöldi fólks sem aðhyllist hina friðsömu en íhaldssömu Amish-trú og skólinn sem ráðist var inn í dag er rekinn af þeirri kirkjudeild. Svo virðist að fljótlega eftir að kennsla hófst í skólanum hafi ókunnur maður, vopnaður haglabyssu og skammbyssu ráðist inn í skólann og tekið bekk með á annan tug telpna á aldrinum 6 til 13 ára í gíslingu. Hann sleppti piltunum í bekknum lausum auk kennara sem var ólétt og tveimur starfssystrum hennar sem voru með ung börn með sér. Þegar lögregla kom á vettvang hótaði maðurinn að hefja skothríð og áður en nokkuð varð við ráðið lét maðurinn til skarar skríða. Samkvæmt fréttavef CNN mun árásarmaðurinn hafa bundið stúlkurnar á fótum og raðað þeim upp við töflu í skólastofunni og síðan skotið þær hverja af annarri áður en hann beindi byssunni að sér og tók eigið líf. Þrjár stúlkur létust og sjö aðrar særðust lífshættulega. Árásarmaðurinn hét Charles Carl Roberts IV og var 32 ára. Hann var vöruflutningabílstjóri. Að sögn lögreglu mun árásin hafa verið gerði til að hefna atburða fyrir tveimur áratugum. Hann var ekki Amish-trúar, var ekki eftirlýstur af lögreglu og ekki vitað til þess að hann hefði áður komist í kast við lögin. Roberts mun hafa skilið miða eftir á heimili sínu handa eiginkonu og þremur börnum. Þeir munu vera samhengislausir og líkjast skilaboðum manns sem ætlar að svipta sig lífi.Morðárásir í skólum í Bandaríkjunum September 2006Unglingspiltur myrti yfirkennara í skóla í Wisconsin. September 2006Byssumaður í Colorado myrti unglingsstúlku og svipti sig lífi. Nóvember 2005Nemandi í skóla í Tennessee myrti aðstoðarskólastjórann og særði tvo yfirkennara. Mars 2005Skólastrákur í Minnesota myrti níu nemendur og kennara, sviptir sig síðan lífi. Maí 2004Fjórir særðir eftir skotárás í skóla í Maryland. Apíl 2003Unglingur myrti yfirkennara í skóla Pennsylvaníu, sviptir sig svo lífi. Mars 2001Unglingur skaut á samnemendur sína í skóla í Kaliforníu, tveir nemendur létust af sárum sínum. Febrúar 2000Sex ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Michigan. Nóvember 199913 ára stúlka skotin til bana af skólafélaga sínum í Nýju Mexíkó. Maí 1999Námsmaður særði sex nemendur í skotbardaga í skóla í Georgíu. Apríl 1999Tveir námsmenn í Colombine-skólanum í Colorado skutu 12 samnemendur sína og einn kennara til bana áður en þeir sviptu sig lífi. Júní 1998Tveir særðust í skotárás unglings í skóla í Virginíu. Maí 199815 ára skólastrákur svipt sig lífi eftir að hafa tekið skólasystur sína í gíslingu. Maí 199815 ára nemandi myrti tvo samnemendur sína í mötuneyti í skóla í Oregon. Apríl 199814 ára nemandi myrti kennara og særðu tvo nemendur í skotárás í skóla í Pennsylvaníu. Mars 1998Tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjórar stúlkur og kennara í skóla í Arkansas. Desember 199714 ára skólastrákur myrti þrjá samnemendur í skóla í Kentucky. Október 199716 ára skólastrákur myrti móður sína og tvo nemendur í skóla í Mississippi. Fjölmargir særðust í árásinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira