Borat vekur athygli á Kasakstan 30. september 2006 13:00 Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan. Myndin og persóna Cohens hefur vakið misjöfn viðbrögð, enda er Cohen þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Cohen byrjaði fyrir nokkrum árum á að gera einstaka atriði í hlutverki Borats. Þessi atriði nutu þvílíkra vinsælda að nú hefur hann gert heila kvikmynd um ævintýri Kasakkans Borats, sem á að gerast í heimalandi hans Kasakstan. Stjórnvöld í hinu raunverulega Kasakstan eru þó ekki mjög hrifin af Borat og þeirri mynd sem hann dregur upp af landinu, enda ekki tilgangurinn að gefa raunsanna lýsingu af Kasakstan. Stjórnvöld í Kasakstan fóru sem sagt í heilmikla herferð til að reyna að leiðrétta þá mynd sem þau óttuðust að almenningur í öðrum löndum gæti fengið af landinu. Áhyggjurnar hafa þó aðeins minnkað og stjórnvöld eru farin að tala um kaldhæðni og húmor án þess þó að samþykkja að það eigi við. En Borat ætlar ekki að láta einhverja raunverulega stjórnmálamenn þvælast fyrir sér. „Það er maður að nafni Roman Vassilenko sem heldur því fram að hann sé upplýsingafulltrúi Kasakstans. Vinsamlegast hlustið ekki á hann: hann er úsbeskur svikahrappur, sem fulltrúar okkar eru að reyna að elta uppi. Enn fremur vil ég koma því á framfæri fyrir hönd ríkisstjórnar minnar að ef Úsbekistan hættir ekki þessum árásum, þá útilokum við ekki hernaðaríhlutun," segir Borat. Að þeim orðum sögðum reyndi Borat að komast inn í Hvíta húsið til að bjóða Bush forseta á frumsýningu myndarinnar, sem verður í nóvember. Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Forseti Kasakstans, Nursultan Nazarbayev er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Heimsóknin hefur vakið meiri athygli en venja er, vegna kvikmyndar breska leikarans Sacha Baron Cohen - sem er betur þekktur sem Ali G - um persónuna Borat, sem á að vera frá Kasakstan. Myndin og persóna Cohens hefur vakið misjöfn viðbrögð, enda er Cohen þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum. Cohen byrjaði fyrir nokkrum árum á að gera einstaka atriði í hlutverki Borats. Þessi atriði nutu þvílíkra vinsælda að nú hefur hann gert heila kvikmynd um ævintýri Kasakkans Borats, sem á að gerast í heimalandi hans Kasakstan. Stjórnvöld í hinu raunverulega Kasakstan eru þó ekki mjög hrifin af Borat og þeirri mynd sem hann dregur upp af landinu, enda ekki tilgangurinn að gefa raunsanna lýsingu af Kasakstan. Stjórnvöld í Kasakstan fóru sem sagt í heilmikla herferð til að reyna að leiðrétta þá mynd sem þau óttuðust að almenningur í öðrum löndum gæti fengið af landinu. Áhyggjurnar hafa þó aðeins minnkað og stjórnvöld eru farin að tala um kaldhæðni og húmor án þess þó að samþykkja að það eigi við. En Borat ætlar ekki að láta einhverja raunverulega stjórnmálamenn þvælast fyrir sér. „Það er maður að nafni Roman Vassilenko sem heldur því fram að hann sé upplýsingafulltrúi Kasakstans. Vinsamlegast hlustið ekki á hann: hann er úsbeskur svikahrappur, sem fulltrúar okkar eru að reyna að elta uppi. Enn fremur vil ég koma því á framfæri fyrir hönd ríkisstjórnar minnar að ef Úsbekistan hættir ekki þessum árásum, þá útilokum við ekki hernaðaríhlutun," segir Borat. Að þeim orðum sögðum reyndi Borat að komast inn í Hvíta húsið til að bjóða Bush forseta á frumsýningu myndarinnar, sem verður í nóvember.
Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira